Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Anna Bergljót Gunnarsdóttir, nýdoktor í efnafræði við Háskóla Íslands, eignuðust dóttur á laugardag, 14. janúar.
Parið greindi frá því í október að þau ættu von á stúlku með sameiginlegri færslu á Instagram. Þar sögðu þau sitthvað vera að bakast og deildu mynd af Önnu óléttri og nýbakaðri pítsu.
Nú er stúlkan, sem er fyrsta barn Jóhanns og Önnu, komin í heiminn. Foreldrarnir deildu gleðifregnunum á Facebook í gær, fimmtudag. Þar sögðu þau dótturina vera yndislega og að allt gangi eins og í sögu.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!