Ekki viss um að barnið myndi lifa

Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas.
Priyanka Chopra Jonas og Nick Jonas. AFP

Priyanka Chopra Jonas segir að fyrstu mánuðirnir í lífi barns hennar hafi verið erfiðir en hún og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn í janúar á síðasta ári með aðstoð staðgöngumóður.

Dóttirin þurfti að vera á ungbarnagjörgæslu í 100 daga en hún fæddist langt fyrir tímann.

„Ég var ekki viss um að hún myndi lifa þetta af,“ segir Jonas í viðtali við breska Vogue sem segir að barnið hafi varla verið á stærð við lófa hennar.

„Ég var á skurðstofunni þegar hún kom í heiminn. Hún var agnarsmá, minni en lófinn minn. Ég sá hversu mikilvægt starf hjúkrunarfræðingarnir vinna. Það þurfti að tengja hana við öndunarvél og ég skil ekki hvernig það er yfirleitt mögulegt þegar líkaminn er svona lítill.“
„Við vorum á spítalanum á hverjum einasta degi með barnið á bringu minni eða manns míns. Ég var aldrei viss um hvort hún myndi hafa þetta af.“
Nick Jonas, Priyanka Chopra og Malti Marie.
Nick Jonas, Priyanka Chopra og Malti Marie. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda