Íslensk börn fá frían aðgang að Orðalykli

Orðalykill verður aðgengilegur fyrir íslensk börn.
Orðalykill verður aðgengilegur fyrir íslensk börn. Unsplash/Brooke Cagle

Íslenska lestrar- og málörvunarforritið Orðalykill verður á næstunni aðgengilegt ókeypis í helstu snjalltækjum til að nota heima og í skólum landsins.

Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Mussila, segir að fyrirtækið hafi fengið styrk frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu til þess að láta það verða að veruleika. Hagkaup, A4 og Mjólkursamsalan styrkja einnig forritið.

„Við í Mussila erum þessum fyrirtækjum ævinlega þakklát. Svona styrkur gerir samfélagið okkar betra og mér finnst frábært að fyrirtækin sjái hag sinn í að styrkja þetta mikilvæga verkefni. Orðaforðinn, lesskilningur og hljóðkerfisvitund er grunnurinn að lestri. Með því að veita þjóðinni opinn aðgang að Orðalyklinum er verið að takast á við vandamálið með því að koma með lausn,“ segir Jón Gunnar í fréttatilkynningu frá Mussila.

Lestrar- og málörvunarforritið Orðalykill kennir undirstöðuþætti lesturs og læsis. Mussila nýtir sér kjarnalausnir íslensku máltækniáætlunarinnar til að þróa Orðalykilinn.

Höfundar Orðalykilsins eru talmeinafræðingarnir Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bjartey Sigurðardóttir ásamt Mussila ehf. Saman hefur teymið áratugalanga reynslu í að útbúa kennsluefni fyrir börn og hefur teymið áður þróað Orðagull, Mussila Music og Mussila WordPlay. Mussila teymið hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir menntalausnir sínar, nú síðast Bett verðlaunin í Lundúnum fyrir Bestu alþjóðlegu menntalausnina.

Varan mun nýtast öllum börnum til að læra að lesa og skilja íslensku. Aðfluttum og Íslendingum með erlendan uppruna, íslenskum börnum sem búa erlendis og öllum öðrum sem vilja læra okkar ástkæra og ylhýra tungumál. Um er að ræða gagnvirka kennslulausn sem ýtir undir snemmtæka íhlutun, málörvun og læsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda