Emil og Sunna Rún eiga von á barni

Emil Pálsson og Sunna Rún Heiðarsdóttir eiga von á sínu …
Emil Pálsson og Sunna Rún Heiðarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Skjáskot/Instagram

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son og kær­asta hans, lækna­nem­inn Sunna Rún Heiðars­dótt­ir, eiga von á sínu fyrsta barni sam­an. 

Parið deildi gleðifregn­un­um í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram síðastliðna helgi. „Lít­ill gaur á leiðinni,“ skrifuðu þau við færsl­una og birtu fal­lega myndaröð. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Sunna Rún (@sunnar­un_)

Tvisvar í hjarta­stopp

Í ág­úst síðastliðnum greindi Emil frá því að hann hefði lagt fót­bolta­skóna á hill­una eft­ir að hafa tvisvar farið í hjarta­stopp, ann­ars veg­ar í leik með Sogn­dal í Nor­egi og hins veg­ar á æf­ingu með FH. 

Emil hélt út í at­vinnu­mennsku árið 2017 og spilaði með Sand­efjord, Sogn­dal og Sarps­borg í Nor­egi. Þá lék hann einn A-lands­leik gegn Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um árið 2016 og á að baki 123 leiki í efstu deild hér á landi. 

Barna­vef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda