Guðlaug og Albert eignuðust dóttur

Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson ásamt syni þeirra.
Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir og Albert Guðmundsson ásamt syni þeirra. Skjáskot/Instagram

„Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttur, eignuðust dóttur hinn 16. febrúar síðastliðinn. Albert er leikmaður Genoa á Ítalíu og hefur spilað með landsliði Íslands. 

Fyrir eiga Albert og Guðlaug tveggja ára gamlan son, Guðmund Leó, sem nefndur er í höfuðið á afa sínum, íþróttafréttamanninum Guðmundi Benediktssyni, betur þekktur sem Gummi Ben. 

„Dagurinn þar sem hjartað mitt tvöfaldaðist“

Guðlaug greindi frá gleðifregnunum á Instagram-reikningi sínum þar sem hún deildi fallegum myndum af dótturinni sem hefur þegar fengið nafnið Maja Ósk Albertsdóttir. „16.02.2023 dagurinn þar sem hjartað mitt tvöfaldaðist,“ skrifaði Guðlaug við færsluna. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda