Hvött til að taka „töfralyfið“ mánuði eftir fæðingu

Sjónvarpskonan Meghan McCain tók á móti sínu öðru barni í …
Sjónvarpskonan Meghan McCain tók á móti sínu öðru barni í janúar síðastliðnum. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpskonan Meghan McCain eignaðist dóttur með eiginmanni sínum, Ben Domenech, í janúar síðastliðnum. Síðan þá segist hún margoft hafa verið hvött til að taka nýjasta „töfralyfið“ í Hollywood, lyfið Ozempic sem ætlað er sykursjúkum, til að léttast. 

Lyfið hefur ratað mikið í fjölmiðla undanfarna mánuði sem „töfralyf“ til að hjálpa fólki að grennast. Þá eru fjölmargar Hollywood-stjörnur sagðar vera á lyfinu, en umræðan hefur þó snúist við á síðustu vikum þar sem alvarlegar aukaverkanir lyfjanna hafa komið í ljós. 

Vill frekar nokkur aukakíló en lyf

Í samtali við Daily Mail segir McCain fjölmarga hafa reynt að sannfæra hana um að taka lyfið með því að segja henni að „allir séu að taka lyfið“.

„Mér var meira að segja boðið lyfið frítt á svarta markaðnum af einstaklingi sem átti auka skot heima,“ sagði McCain. 

„Leyfið mér að útskýra þetta á skýran hátt. Ég mun ekki taka það. Þetta er skýrt siðferðilegt vandamál ... ég vil frekar vera með nokkur aukakíló en að dæla í mig lyfjum,“ sagði McCain og bætir við að hún vilji setja gott fordæmi fyrir börnin sín, en hún á tvær dætur. 

„Þær munu einn daginn standa frammi fyrir sömu fegurðarstöðlum. Heimur þeirra verður einungis meira krefjandi þar sem samfélagsmiðlarnir verða stærri. Þetta er ekki heimurinn sem ég vil fyrir þær, og ekki heimurinn sem ég vil fyrir sjálfa mig,“ sagði sjónvarpskonan að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál