Fráskilin í 27 ár en búa saman

Andrés og Sarah Ferguson.
Andrés og Sarah Ferguson.

Andrés prins og fyrrverandi eiginkona hans Sarah Ferguson kjósa að búa saman þrátt fyrir að vera löngu skilin. Þetta fyrirkomulag hefur vakið mikla athygli og þykir óvenjulegt. Oft hefur verið orðrómur uppi um endurnýjaða ást þeirra en Ferguson hefur alla tíð neitað þeim orðrómi. Þau hafa alltaf viljað vinna saman að uppeldi barnanna og trúa á sterka fjölskyldueiningu.

„Við Andrés erum hamingjusamasta fráskilda parið í heiminum. Það er í rauninni mjög merkilegt, er það ekki? Við búum í sama húsi, en þetta er vissulega stórt hús þannig að það er í lagi. En ég held að það sé mjög gott að við trúum á málamiðlanir, góð samskipti og hugulsemi. Og fjölskyldu,“ sagði Ferguson í viðtali við USA Today.

Ferguson og Andrés prins giftust árið 1986 en skildu tíu árum síðar og Ferguson hefur sagt í viðtölum að skilnaðurinn hafi fært þau hvor til annars en ekki frá.

„Við stöndum saman að uppeldi barna okkar og trúum því að fjölskyldan skiptir öllu máli. Ég er stolt af því hvernig við höfum staðið að uppeldi barna okkar og viðhaldið sterkri fjölskyldueiningu.“

Hjónin fyrrverandi búa í Royal Lodge í Windsor. Andrés flutti þangað inn með dætrum sínum árið 2004 og Ferguson fjórum árum síðar.

Húsið er ekki af verri endanum en í því eru 30 herbergi og umgjörðin öll hin glæsilegasta. Fylgjendur hennar á Instagram fá oft að sjá brot af heimilinu. 

Sarah Ferguson ásamt dætrum sínum.
Sarah Ferguson ásamt dætrum sínum. AFP



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda