Fjölskylda nokkur frá Missisippi hefur meira en tvöfaldast í stærð eftir að „óvenjulegir“ fimmburar komu í heiminn. Það að eignast fimmbura er stórmerkilegt í sjálfu sér, en það er þó fleira sem gerir þessa fimmbura einstaka.
Börnin fimm komu í heiminn í febrúar og eru þau sögð vera við góða heilsu. Móðirin var gengin rúmlega 28 vikur á leið þegar börnin voru tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsinu í Mississippi.
Í heiminn komu fjórar eineggja stúlkur og einn strákur, en að sögn læknis móðurinnar eru líkurnar á að það gerist 1 á móti 60 milljónum. Þá segir hann að eitt egg hafi skipts í fjóra hluta og myndað stúlkurnar fjórar, á meðan annað egg hafi haldist ósnortið, sem er sonur þeirra.
Fyrir áttu hjónin tvö börn, en samkvæmt People höfðu þau átt í erfiðleikum og upplifað fósturlát. Hjónin urðu því afar ánægð þegar þau fengu þær gleðifregnir að þau ættu von á börnum eftir að hafa gengist undir tæknisæðingu.