Eignaðist eineggja tvíbura með 15 mánaða millibili

Ljósmynd/Pexels/Mart Production

Hin 21 árs gamla Shauna Hughes varð á dögunum fjögurra barna móðir eftir að hún tók á móti tvíburadrengjum sínum. Hughes er einstæð móðir, en fyrir á hún aðra tvíburadrengi sem eru ekki nema rúmlega eins árs.

Hughes er afar lukkuleg með drengina sína fjóra, en þeir teljast mjög sérstakir fyrir þær sakir að þeir séu getnir á náttúrulegan máta og hafi fæðst með aðeins 15 mánaða millibili. 

Það er óhætt að segja að Hughes hafi nóg fyrir stafni, en hún segist aðeins sofa í tvo til þrjá tíma á nóttu. Þá fái hún sjaldan pásu, jafnvel þó hún fái mikla hjálp frá foreldrum sínum.

Greindist með endómetríósu

Í viðtali við Daily Mail segist Hughes hafa haldið að hún myndi aldrei geta eignast börn, en árið 2019 greindist hún með endómetríósu, sem er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem getur valdið miklum sársauka og haft áhrif á frjósemi. 

Hughes segist hafa verið orðlaus þegar hún komst að því að hún ætti aftur von á eineggja tvíburum, og svo virðist sem læknarnir hafi einnig verið það, enda mjög sjaldgæft. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda