Draumadrengurinn mætti með hraði

Sonur Kristjans Marko Stosic og Agnesar Björgvinsdóttur kom í heiminn …
Sonur Kristjans Marko Stosic og Agnesar Björgvinsdóttur kom í heiminn hinn 1. mars. Skjáskot/Instagram

Agnes Björgvinsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Blank Reykjavík, og kærasti hennar, Kristjan Marko Stosic, tóku á móti sínu fyrsta barni saman hinn 1. mars síðastliðinn. 

Agnes og Kristjan deildu gleðifregnunum með sameiginlegri færslu á Instagram með fallegri mynd af syninum. „Draumadrengurinn okkar mætti með hraði í heiminn 1. mars og sprengdi hjörtun okkar af ást, hamingju og stolti,“ skrifuðu þau við færsluna.

Þá deildi Agnes einnig fallegri mynd af feðgunum á förðunarsíðu sinni með yfirskriftinni: „Lífið með þeim. 01.03.2023.“

 Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda