Leikkonan Priyanka Chopra Jones segir að það þurfi heilt samfélag til þess að ala upp barn. Foreldrar hennar voru alltaf útivinnandi og Chopra og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Nick Jonas, hafa haldið áfram að vinna eftir að þau eignuðust dóttur sína Malti.
„Ég var alin upp af útivinnandi móður og föður og maður bara reynir að halda öllum boltum á lofti,“ sagði Chopra í viðtali við Us Weekly.
Malti litla kom í heiminn í janúar á síðasta ári, en hana eignuðust þau með aðstoð staðgöngumóður.
Chopra og Jonas hafa mikið þurft að ferðast vegna vinnu sinnar en þá berst þeim hjálp frá ömmum og öfum Malti við það sem þarf að gera á meðan.
„Mamma er í nágrenninu og foreldrar Nicks koma þegar við þurfum að ferðast. Við þurfum bæði að ferðast, en við látum þetta bara ganga upp. Það þarf heilt samfélag til að ala upp barn og hún [Malti] er stærsta gjöf lífs okkar,“ sagði Chopra.