Gagnrýnir karlmenn og íhugar að eignast barn ein

Fyrirsætan Emily Ratajkowski íhugar að eignast barn ein.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski íhugar að eignast barn ein. AFP

Fyrirsætan Emily Ratajkowski sparaði ekki stóru orðin þegar hún svaraði spurningum aðdáenda sinna á nýrri áskriftarsíðu á dögunum. Hún gagnrýndi karlmenn harðlega og afhjúpaði áform sín um að eignast annað barn ein. 

Daily Mail greindi frá því að fyrirsætan hafi meðal annars verið spurð út í barneignir á áskriftarsíðunni. „Ég held að ég vilji örugglega eignast fleiri börn – ég virkilega elska að vera mamma. Ég er ekki viss um að ég eigi eftir að finna einhvern sem ég vil ala upp barn með,“ útskýrði hún. 

„Mér þykir leitt að segja þetta – karlmenn hugsa með typpinu sínu. Og þeir eru bara ekki svo þróaðir.“

Óhrædd við að vera einstæð

Ratajkowski segist ætla að fara í eggheimtu og láta frysta úr sér egg í von um að geta gefið Sylvester, syni sínum, systkini í framtíðinni. Hún segist ekki hræðast það að verða ófrísk og fæða barn sem einstæð kona.

Fyrirsætan eignaðist Sylvester með fyrrverandi eiginmanni sínum, Sebastian Bear-McClard. Þau skildu síðasta sumar eftir orðróm um framhjáhald. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda