Lét frysta eggin á fertugsaldri

Priyanka Chopra lét frysta eggin í sér þegar hún var …
Priyanka Chopra lét frysta eggin í sér þegar hún var komin á fertugsaldur og eignaðist dótturina Malti Marie með eiginmanni sínum, Nick Jonas, í fyrra. AFP

Leikkonan Priyanka Chopra Jones lét frysta úr sér egg þegar hún var komin á fertugsaldur. Hún ræddi þá ákvörðun í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert þar sem hún sagðist hafa upplifað ákveðið frelsi í kjölfarið. 

„Ég gerði þetta snemma á fertugsaldri. Ég gerði þetta svo ég gæti haldið áfram að vinna þar sem ég vissi að ég vildi komast á ákveðinn stað á ferlinum fyrir barneignir. Ég vildi komast á ákveðinn punkt,“ sagði leikkonan.

„Ég hafði sömuleiðis ekki kynnst manneskjunni sem ég vildi eignast börn með. Það vakti upp vissan kvíða. Ég var 35 ára að verða 36 ára og móðir mín, sem er kvensjúkdómalæknir, ráðlagði mér að láta frysta úr mér egg.“

Líffræðilega klukkan tifar

„Ég segi öllum vinum mínum að líffræðilega klukkan sé raunveruleg og að hún sé tifandi,“ sagði Chopra. „Það verður mun erfiðara að reyna að verða ólétt eftir 35 ára sem og að ganga með barn, fullan meðgöngutíma, sérstaklega fyrir konur sem hafa verið að vinna allt sitt líf.“

„Núna eru vísindin á svo ótrúlegum stað. Þetta er besta gjöfin sem þú getur gefið sjálfum þér. Þú tekur máttinn úr líffræðilegu klukkunni og getur áfram leyft þér að vinna eins lengi og þú vilt. Eggin í þér verða áfram á sama aldri og þau voru þegar þú lést frysta þau,“ bætti hún við.

Var efins með eiginmanninn í byrjun

„Ég vissi alltaf að ég vildi eignast börn og það er ein stærsta ástæðan á bak við það af hverju ég vildi upphaflega ekki byrja með Nick Jonas,“ sagði Chopra sem er tíu árum eldri en Jonas. 

„Ég hugsaði strax með mér: „Ég efast um að hann vilji eignast börn, aðeins 25 ára gamall“,“ sagði hún um núverandi eiginmann sinn. 

Chopra og Jonas giftu sig árið 2018 og eignuðust dótturina Malti Marie hinn 15. janúar 2022 með hjálp staðgöngumóður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda