Adam Karl Helgason framkvæmdastjóri Zolo og dansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir gáfu dóttur sinni nafn síðastliðna helgi.
Dóttir Adams og Ástrósar kom í heiminn hinn 4. febrúar síðastliðinn og er fyrsta barn parsins saman, en fyrir á Adam eina dóttur.
Stúlkan fékk nafnið Nóra Náð, en parið greindi frá nafninu með sameiginlegri færslu á Instagram.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju með nafnið!