Hvar er best að ala upp börn?

Japan, Eistland og Finnland eru meðal þeirra landa þar sem …
Japan, Eistland og Finnland eru meðal þeirra landa þar sem best er að ala upp börn samkvæmt nýlegri úttekt UNICEF. mbl.is/Colourbox

Nýleg rannsókn á vegum UNICEF leiddi í ljós þau fimm lönd er skara fram úr þegar kemur að því að ala upp börn. Í rannsókninni var notast við sérstök einkunnaspjöld og gefin stig fyrir ákveðna þætti eins og gæði menntunar, öryggi, stefnu varðandi fæðingarorlof, heilsu og hamingju barna á svæðinu og efnahagslegan stöðugleika. 

Eftirfarandi þætti hefur UNICEF einbeitt sér að því að skoða. Eiðurstöðurnar horfa eingöngu á ríkustu lönd í heimi en talið er að þær geti þó hjálpað til við að draga upp innsýn af því hvernig það er í raun að ala upp börn í löndum um allan heim. 

Japan

Japan hefur lægsta hlutfall offitu barna, lágt hlutfall barnadauða og börn verða fyrir afar litlum áhrifum loft- og vatnsmengunar. Landið er einnig eitt það öruggasta fyrir fjölskyldur en þar eru bílslys fátíð og heildartíðni morða í Japan sú lægsta af þeim löndum sem UNICEF skoðaði. Öryggisþátturinn þýðir ekki aðeins að fjölskyldur geti slakað aðeins á heldur hefur það mikil áhrif hvað viðkemur frelsi barnanna. 

„Krakkarnir fara sjálfir í skólann frá sex ára aldri eða svo. Þau taka strætó eða lest ef skólinn er ekki bara í göngufæri,“ sagði Mami McCagg, kona fædd og uppalin í Tókýó. „Jafnvel í miðborg Tókýó ganga krakkar bara um og fara í skólann á eigin spýtur. Það er alveg eðlilegt af því að það er mjög öruggt. Enginn hefur raunverulegar áhyggjur af krökkunum sínum hér því við þurfum ekki að hafa þær.“

Eistland

Þó svo að Eistland sé ekki efst á lista UNICEF þegar á heildina er litið stendur það mjög ofarlega í nokkrum mikilvægum þáttum. Landið er til að mynda með næstlægsta hlutfall ungbarna sem fæðast undir meðalþyngd og er það almennt talið góð vísbending um gæði meðgöngu- og fæðingarþjónustu. 

Menntakerfi landsins er sömuleiðis eitt það besta í heimi. Börn í Eistlandi hafa betri stærðfræði-, náttúrufræði- og lestrarkunnáttu en í nokkru öðru landi utan Asíu. 

Spánn

Spánn hlaut hæstu einkunn UNICEF varðandi umhverfisskilyrði. Þar er einstaklega lág tíðni barnasjúkdóma af völdum loft- eða vatnsmengunar. Þrátt fyrir að sýna fram á örlítið lakara framboð af félags-, menntunar- og heilbrigðisþjónustu búa börn á Spáni við einstaklega mikla vellíðan. 

Landíð er í þriðja sæti hvað viðkemur andlegri vellíðan barna. 

Finnland

Finnland er víða þekkt fyrir að vera hamingjuríkasti staður í heimi til þess að búa á. Landið situr í fimmta sæti á lista UNICEF yfir bestu staðina til að ala upp börn. Bæði heilbrigðis- og menntakerfið er til fyrirmyndar og leggur finnska menntakerfið áherslu á að gera námsferil barna ánægjulegan og hvetja til þau til sjálfstæðrar hugsunar.  

Holland

Í efsta sæti heildarlista UNICEF yfir velferð barna er Holland og stendur landið sig einstaklega vel hvað varðar geðheilsu barna. 

Í Hollandi er passað að skólaganga barna sé sniðin að þörfum og bakgrunni hvers og eins nemanda og hefur landinu verið hrósað fyrir almenna hamingju barna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda