Það vakti athygli um helgina þegar parið Adam Karl Helgason framkvæmdastjóri og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir gáfu dóttur sinni sjaldgæft nafn. Barnavefur mbl.is fór á stúfana og komst að því að aðeins örfáar stúlkur bera nafnið.
Dóttirin fékk nafnið Nóra Náð. Fyrir voru aðeins tvær stúlkur sem báru nafnið Náð sem annað eiginnafn í Þjóðskrá. Sú eldri er fædd árið 2014 og sú yngri árið 2019.
Til gamans má þó geta að nöfnin Hanna og Anna merkja náð eða yndi.