Gagnrýnd fyrir óviðeigandi dans með sjö ára dóttur sinni

Coco Austin ásamt dóttur sinni, Chanel.
Coco Austin ásamt dóttur sinni, Chanel. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Coco Austin var gagnrýnd af aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum fyrir myndband sem hún birti en þar sést hún dansa heldur ögrandi spor ásamt sjö ára gamalli dóttur sinni, Chanel. 

„Chanel lætur mig alltaf dansa þessa undarlegu dansa, ég fer bara eftir því sem hún segir,“ skrifaði Austin við Instagram-myndbandið. „Ég stal þessu úr símanum hennar til þess að sýna ykkur. LOL.“

Í myndbandinu má sjá Austin ásamt dóttur sinni, þar sem þær standa saman, báðar klæddar í svarthvítar buxur og boli, og dansa í takt við hljóðblandaða útgáfu af lagi Black Eyed Peas, Boom Boom Pow. Austin sést lyfta fætinum í átt að Chanel sem reynir síðan að slá í rassinn á mömmu sinni tvisvar sinnum.

„Þetta er ekki við hæfi“

Margir hafa skrifað undir færsluna, bæði á Instagram og TikTok, og lýst yfir vonbrigðum og hneykslun. „Þetta er ekki við hæfi lítillar stúlku né móður hennar,“ skrifaði einn á meðan annar skrifaði einfaldlega: „Óviðeigandi, óviðeigandi, óviðeigandi, Coco.“

Austin, sem er gift rapparanum Ice–T, hefur ekki svarað gagnrýninni né fjarlægt myndbandið af samfélagsmiðlum. 

View this post on Instagram

A post shared by Coco (@coco)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda