Gaf hún upp kynið í nýlegri verslunarferð?

Rihanna á von á sínu öðru barni með kærasta sínum, …
Rihanna á von á sínu öðru barni með kærasta sínum, A$AP Rocky. Samsett mynd

Tónlistarkonan Rihanna sást versla barnaföt í Los Angeles á miðvikudaginn. Glöggir telja að hún hafi mögulega gefið upp kyn hins ófædda barns. 

Söngkonan sem á von á sínu öðru barni með kærasta sínum A$AP Rocky, sást skoða pastel–bleikan prjónakjól ásamt fleiri hlutum sem fékk aðdáendur hennar til þess að trúa því að eigi von á stúlkubarni. 

Fylgjendur Rihönnu iðuðu margir af spenningi og settu inn færslur á Twitter: „Við sjáum þig mamma. Ekki leika með hjörtu okkar. Við vonumst eftir lítilli Fenty–stúlku,“ sagði einn á meðan annar póstaði: „OMG, er lítil stelpa á leiðinni? Rihanna er þetta satt?“

Sumir aðdáenda söngkonunnar voru þó ekki alveg að kaupa þetta og minntu á að hún hefði gert nákvæmlega það sama á fyrstu meðgöngu sinni og endað á því að eignast dreng. „Við erum ekki að falla fyrir þessu aftur.“

Söngkonan upplýsti að hún ætti von á sínu öðru barni þegar hún tróð upp í hálfleik á Ofurskálinni.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda