Neymar verður tveggja barna faðir

Knattspyrnumaðurinn Neymar á von á sínu öðru barni.
Knattspyrnumaðurinn Neymar á von á sínu öðru barni. Franck Fife/AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar og kærasta hans, Bruna Biancardi, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Neymar 12 ára son, Davi Lucca, með fyrrverandi kærustu sinni Carolina Dantas. 

Parið deildi gleðifregnunum með sameiginlegri færslu á Instagram. Þau birtu fallega myndaröð þar sem Biancardi sést skarta óléttukúlu.

Héldu rómantíkinni fjarri sviðsljósinu

Talið er að Neymar og Biancardi hafi byrjað saman árið 2021 en héldu sambandi sínu fjarri sviðsljósinu til að byrja með. Það var ekki fyrr en í janúar 2022 sem parið opinberaði ástina á Instagram. 

Í ágúst sama ár tilkynnti parið að þau hefðu farið hvort í sína áttina, en neistinn milli þeirra virðist þó hafa verið sterkur þar sem þau byrjuðu aftur saman stuttu síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda