Næsta vetur mun Borgarleikhúsið frumsýna glænýjan fjölskyldusöngleik, Fíasól gefst aldrei upp, sem byggir á vinsælum bókaflokki Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Börn fara með hlutverk í leikritinu og er leitin af Fíusól og bekkjarfélögum hennar hafin.
Börn sem eru fædd á árunum 2011 til 2013 geta skráð sig í prufur. Hægt er að skrá sig í prufur til og með 27. apríl 2023. Í prufunni þarf að syngja eitt lag og taka þátt í nokkrum skemmtilegum leiklistaræfingum. Öll börn sem hafa áhuga eru hvött til að sækja um.
Höfundar leikgerðar eru þær Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir en Þórunn mun einnig leikstýra verkinu. Frumsýningin á Fíusól verður í lok nóvember. Áætlað er að æfingar á Fíasól gefst aldrei upp hefjist haustið 2023.