Sjónvarpskona tilkynnir um kyn barnsins

Maria Menounos á von á stúlkubarni eftir að hafa glímt …
Maria Menounos á von á stúlkubarni eftir að hafa glímt við ófrjómsemi í tíu ár. AFP

Sjónvarpskonan Maria Menounos og eiginmaður hennar, Kevin Undergaro, eiga von á stúlkubarni. Hjónin sem hafa glímt við ófrjómsemi í yfir tíu ár tilkynntu um óléttuna í byrjun febrúar og hafa nú tilkynnt að von sé á stelpu. 

„Við erum að eignast stelpu!“ sagði sjónvarpskonan í þættinum Heal Squad x Maria Menounos. „Við erum mjög spennt yfir því að tilkynna að við eigum von á stúlku.“ 

Menounos sagði líka frá því að hjónin væru klár með nafn stúlkunnar. „Við höfum verið að hugsa um nafn í mörg ár, því eins og þú kannski veist eða ekki, þá hefur þetta verið næstum tíu ára ferðalag fyrir okkur,“ sagði hún. „Við höfum hugsað um nöfn alla tíð og ég held að við höfum fundið hið fullkomna nafn fyrir þetta barn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda