Svona söng Diljá þegar hún var 11 ára

Diljá flytur sama lagið með tíu ára millibili.
Diljá flytur sama lagið með tíu ára millibili. Samsett mynd

Diljá Pét­urs­dótt­ir, full­trúi Íslands í Eurovisi­on í ár, deil­ir með aðdá­end­um sín­um mynd­bandi þar sem hún sýn­ir fram­far­ir sín­ar í flutn­ingi á lag­inu Hallelujah.

Deildi hún á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um mynd­bandi þar sem hún ber sam­an flutn­ing sinn á lag­inu frá því að hún var 11 ára ann­ars veg­ar og hins veg­ar ný­leg­an flutn­ing sinn ásamt kór Linda­kirkju. Er hún að von­um ánægð með fram­far­ir sín­ar á þeim tíu árum sem hafa liðið á milli.

Síðar­nefndi flutn­ing­ur­inn birt­ist í heild sinni á op­in­berri YouTu­be-rás Eurovisi­on-keppn­inn­ar, í þáttaröð sem kallaður er Eurovisi­on: A little bit more. Þar má sjá kepp­end­ur árs­ins flytja ýmis lög, allt frá breytt­um út­gáf­um af sín­um eig­in lög­um og upp í ábreiður af lög­um annarra keppn­isþjóða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda