Svona söng Diljá þegar hún var 11 ára

Diljá flytur sama lagið með tíu ára millibili.
Diljá flytur sama lagið með tíu ára millibili. Samsett mynd

Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, deilir með aðdáendum sínum myndbandi þar sem hún sýnir framfarir sínar í flutningi á laginu Hallelujah.

Deildi hún á Instagram-reikningi sínum myndbandi þar sem hún ber saman flutning sinn á laginu frá því að hún var 11 ára annars vegar og hins vegar nýlegan flutning sinn ásamt kór Lindakirkju. Er hún að vonum ánægð með framfarir sínar á þeim tíu árum sem hafa liðið á milli.

Síðarnefndi flutningurinn birtist í heild sinni á opinberri YouTube-rás Eurovision-keppninnar, í þáttaröð sem kallaður er Eurovision: A little bit more. Þar má sjá keppendur ársins flytja ýmis lög, allt frá breyttum útgáfum af sínum eigin lögum og upp í ábreiður af lögum annarra keppnisþjóða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda