Óörugg með útlitið eftir fæðinguna

Molly-Mae Hague tók á móti sínu fyrsta barni fyrir þremur …
Molly-Mae Hague tók á móti sínu fyrsta barni fyrir þremur mánuðum með kærasta sínum, Tommy Fury. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjarnan Molly-Mae Hague segist glíma við mikið óöryggi eftir fæðingu dóttur sinnar, Bambi. Hún birti tilfinningaþrungið myndskeið á YouTube-rás sinni á dögunum þar sem hún opnaði sig.

Hague fór nýlega í sína fyrstu myndatöku frá fæðingu dóttur sinnar fyrir þremur mánuðum. Hún segist hafa brotnað algjörlega niður vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á líkama hennar á og eftir meðgöngu Bambi.

„Þetta er annar dagurinn minn án Bambi og ég held að ég sé alltaf að gleyma því að það eru bara þrír mánuðir liðnir frá fæðingunni,“ útskýrði Hague í myndskeiðinu og bætti við að hún hefði ekki verið búin að undirbúa sig undir hvernig henni gæti liðið í myndatökunni.

Í framhaldinu viðurkenndi Hague að hún væri alltof hörð við sjálfa sig þar sem líkami hennar hafi breyst svo mikið síðan hún tók á móti dóttur sinni. „Ég veit að ég held áfram að tala um þetta, en líkaminn minn, hann er bara svo öðruvísi núna,“ bætti hún við. 

„Hressandi“ að sjá alvöru líkama á samfélagsmiðlum

Hague hefur hlotið mikið lof fyrir að birta óunnar myndir af líkama sínum á samfélagsmiðlum eftir fæðinguna, en aðdáendur hennar eru yfir sig hrifnir og þóttu „hressandi“ að sjá alvöru líkama á miðlinum.

„Ég elska hvað þú ert örugg í líkama þínum eftir fæðinguna. Þú ert glæsileg og ert frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk,“ skrifaði einn fylgjandi við myndina. „Ófilteruð og bara fullkomin ... Takk fyrir að vera ... Þú,“ skrifaði annar.

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda