Eignast sjöunda barnið 79 ára

Robert De Niro orðinn sjö barna faðir.
Robert De Niro orðinn sjö barna faðir. AFP

Stórleikarinn Robert De Niro eignaðist sjöunda barn sitt nú á dögunum ásamt kærustu sinni, Tiffany Chen, sem hann byrjaði að hitta árið 2021. 

Leikarinn leiðrétti blaðamann ET Canada sem byrjaði að ræða um föðurhlutverkið við De Niro og sagði þá að hann væri sex barna faðir. Leikarinn var fljótur til og leiðrétti blaðamanninn og sagðist nýlega vera búinn að eignast sitt sjöunda barn. De Niro gaf ekkert upp um kyn, nafn né fæðingardag. 

Taxi Driver–stjarnan varð fyrst pabbi árið 1971 þegar hann og Diahne Abbott eignuðust dótturina Drenu, nú 52 ára. Að auki deilir De Niro tvíburasonunum Aaron og Julian, 27 ára með fyrrverandi konu sinni Toukie Smith. Hann á einnig soninn Elliot, 25 ára og dótturina Helen, 11 ára með fyrrverandi eiginkonu sinni, Grace Hightower. Þau skildu árið 2018 eftir meira en 20 ára hjónaband.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda