Nafnið komið í ljós

Sonur parsins heitir RZA í höfuðið á leiðtoga Wu-Tang Clan. …
Sonur parsins heitir RZA í höfuðið á leiðtoga Wu-Tang Clan. T.v. er Rihanna klædd í peysu með hljómsveitar lógó þeirra á. Samsett mynd

Barbadóska söngkonan Rihanna og ameríski rapparinn A$AP Rocky hafa haldið nafni frumburðarins leyndu í að verða ár.

Drengurinn sem fæddist hinn 13. maí í fyrra hefur að sögn afa síns, Ronalds Fenty, fengið nokkur prufunöfn sem foreldrarnir hafa þó snögglega hætt við.

Nú virðist sem Hollywood-stjörnurnar hafi fundið rétta nafnið og hefur parið nefnt drenginn RZA Athelston Mayers, samkvæmt Daily Mail. Sonur þeirra er nefndur eftir framleiðandanum og rapparanum RZA, leiðtoga Wu–Tang Clan.

Parið á nú von á sínu öðru barni en söngkonan tilkynnti heiminum gleðifréttirnar þegar hún lýsti upp sviðið á hálfleiks­sýn­ingu Of­ur­skál­ar NFL-deild­ar­inn­ar í febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda