Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er umsjónarmaður þáttanna Tvíburar sem sýndir er á RÚV. Hún segir að þáttaröðin hafi fengið mjög góðar viðtökur en lokaþátturinn er á dagskrá í kvöld. Í þáttunum skoðar Ragnhildur Steinunn tvíburasambönd og þær áskoranir sem fylgja því að eignast tvíbura. Í kvöld verða áhugaverðir viðmælendur en þar er rætt við fjölskyldu sem hefur þrisvar sinnum eignast tvíbura en aðeins eitt ár er á milli fyrstu tvíburanna.
Ætlar þú að gera fleiri seríur um tvíbura?
„Næst eru það þríburar. Rúsínan í pylsuendanum á þessari þáttaröð verður aukaþáttur um þríbura sem verður vonandi sýndur í lok þessa árs. Það hefur auðvitað verið svokölluð þríbura sprenging síðustu tvö ár og ég hef verið svo heppin að fá að vera fluga á vegg í lífi fjölskyldu sem eignaðist þríbura fyrir tveimur árum. Auk þess sem landsmenn fá innsýn inn í líf þeirra hittum við þríbura á öllum aldri,“ segir Ragnhildur Steinunn.