Garðar og Fanney eiga von á sjötta barninu

Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir.
Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir.

Knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, förðunarfræðingur og einkaþjálfari, eiga von á barni. Barnið fæðist inn í stóran systkinahóp. 

„Söfnun í okkar eigið fótboltalið gengur ágætlega,“ skrifuðu þau Garðar og Fanney á samfélagsmiðla sína þegar þau greindu frá gleðitíðindunum. „6. barnið okkar á leiðinni,“ sögðu þau enn fremur.

Þetta er annað barn þeirra Garðars og Fanneyjar saman en Garðar á fjögur börn úr fyrri samböndum. Lukkan leikur greinilega við þau Garðar og Fanneyju en þau trúlofuðu sig í París í fyrra.

Barnavefur mbl.is óskar þeim til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda