Þarf 12 barna faðir ekki að borga meðlag?

Grínistinn Nick Cannon er tólf barna faðir.
Grínistinn Nick Cannon er tólf barna faðir. AFP

Raunveruleikastjarnan Bre Tiese segir að barnsfaðir hennar, Nick Cannon, þurfi ekki að borga meðlag, en hann á hvorki meira né minna en tólf börn með sex konum. 

Tiese leikur í hinum geysivinsælu raunveruleikaþættum Selling Sunset á streymisveitunni Netflix, en í nýjustu þáttaröðinni fara samstarfskonur hennar að forvitnast um barnsföður hennar sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðasta árið. 

Treystir ekki á Cannon til að framfleyta sér

Fram kemur á vef People að í einum þáttanna spyrji leikkonan Amanza Smith hvort það sé satt að einstaklingar þurfi ekki að borga meðlag eftir að hafa eignast tíu börn. 

„Það er satt. Hvernig það virkar er að eftir að þú hefur eignast tíu börn þá getur dómstóllinn í rauninni sagt að hann hafi ekki efni á að borga meðlag,“ svarar Tiese. 

Tiese segist ekki treysta á grínistann til að framfleyta sér og syni sínum, en þau Cannon eiga saman soninn Legendary sem kom í heiminn í júlí 2022 og var áttunda barn Cannons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda