Regnbogabarn Jessie J komið í heiminn

Jessie J eignaðist son fyrir rúmri viku.
Jessie J eignaðist son fyrir rúmri viku. Samsett mynd

Sonur söngkonunnar Jessie J og kærasta hennar, Chanan Safie Colman, er kominn í heiminn. Söngstjarnan deildi gleðifréttunum með fylgjendum sínum á Instagram á föstudag. 

„Fyrir viku umturnaðist líf mitt,“ skrifaði hún yfir svartan bakgrunn. „Sonur minn kom inn í þennan heim og hjarta mitt tvöfaldaðist á svipstundu. Tilfinningin er ólýsanleg. Ég svíf um og er yfir mig ástfangin.“

„Hann er töfrandi,“ hélt söngkonan áfram. „Hann er allir mínir draumar að rætast. Hann er veröldin mín. Ég er að drekka í mig hverja sekúndu og trúi ekki enn að hann sé raunverulegur og minn og hér.“ 

Missti fóstur ári áður

Jessie J deildi óléttufregnunum í upphafi ársins en þá var rúmt ár liðið frá því hún missti fóstur. Söngkonan hefur talað mjög opinskátt um ófrjósemisvanda sinn, en hún greindist með endómetríósu árið 2014. 

Jessie J og Colman, sem er dansk–íslenskur körfuboltamaður hófu samband sitt í apríl 2022 og er þetta fyrsta barn þeirra beggja.

Söngkonan tilkynnti fæðingu sonar síns með færslu á Instagram.
Söngkonan tilkynnti fæðingu sonar síns með færslu á Instagram. Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda