6 ráð til að takast á við matvendni

Ljósmynd/Pexels/Ali Khalil

Næringarfræðingurinn Sarah Almond Bushell segir að hátt í 75% af foreldrum díli við matvendni hjá börnum sínum.

Hún birti nýverið góð ráð á vef Daily Mail sem ættu að hjálpa til við að breyta matarvenjum barna og hvetja til jákvæðrar matarupplifunar fyrir alla fjölskylduna. 

1. Fylgdu ákveðnu máltíðarmynstri

Að sögn Bushell upplifa börn meira öryggi í kringum mat þegar þau fylgja ákveðnu máltíðarmynstri yfir daginn. Hún mælir með því að foreldrar skipuleggi matartíma og millimál barnanna og hafi að minnsta kosti 2,5 klukkustundir þar á milli. 

2. Finndu tíma fyrir fjölskylduna til að borða saman

Þegar fjölskyldan borðar saman hvetur það börn til að kynnast ókunnugum mat. Bushell segir börn fylgjast með því hvernig aðrir borða og herma svo eftir.

3. Prófaðu matinn fyrst

Þá segir hún einnig mikilvægt að börnin sjái foreldra sína prófa nýja matinn fyrst og tjái sig um hve ljúffengur hann er, en þannig sé áhugi og forvitni vakin.

4. Gerðu matinn skemmtilegan

Þar sem börn „borða með augunum“ getur hjálpað að láta matinn líta vel út. Bushell segir það þekkt að nota til dæmis kökuform til að skera matinn í skemmtilega bita og alltaf skemmtilegt að hafa fjölbreytta liti.

5. Vertu með „lædrómsdisk“

Notaðu hliðardisk með litlu magni af nýjum mat og hvettu börnin til að kanna hann með því að nota skynfærin fimm, ekki bara bragðlaugana. Bushell segir mikilvægt að börn læri í gegnum leik og tilraunir.

6. Hafðu eftirrétt í boði daglega

Þótt margir foreldrar noti sætindi til að hvetja börn til að borða þá er betra að gera eftirrétt að eðlilegum hluta af hverri máltíð frekar en verðlaun fyrir krakka eftir að þeir hafa klárað af disknum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda