Í gær lauk hátíðinni Barnadjass í Mosó en hátíðin stóð fyrir dagana tókst 22.-25. júní. Er þetta í fyrsta skipt sem hátíði Barnadjass í Mosó er haldin og líklega er þetta haldin í fyrsta skipti Norræn barnadjasshátíð er haldin hér á land. Flytjendurnir voru á aldrinum 7-15 ára og komu frá Mosfellsbæ, Selfossi, Reykjavík, Noregi og Færeyjum.
Mikil meirihluti flytjanda voru stelpur en sérstök áhersla var á hátíðinni á stelpur og djass, enda er konur í miklum minnihluta í djassheiminum. Auk skemmtilegra æfingabúða voru haldnir voru þrennir tónleikar sem allir voru einstaklega vel sóttir. Að auki heimsótti hlut barnanna Bessastaði og tóku þau að sjálfsögðu lagið fyrir forsetann. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og tókst Barnadjasshátíðin vonum framar. Það er ljóst að framtíðin í djassheiminum er björt.