Komu heiminum á óvart með nýju barni

Nýjasta viðbót fjölskyldunnar, sonurinn Wren Alexander Legend.
Nýjasta viðbót fjölskyldunnar, sonurinn Wren Alexander Legend. Samsett mynd

Fyrirsætan Chrissy Teigen og tónlistarmaðurinn John Legend eignuðust sitt fjórða barn hinn 19. júní síðastliðinn, aðeins sex mánuðum eftir að hjónin eignuðust sitt þriðja barn, stúlkuna Esti. 

Teigen gat út tilkynningu á Instagram í gærdag þar sem hún greindi frá nýjasta fjölskyldumeðlimnum, syninum Wren Alexander. Hann fæddist með aðstoð staðgöngumóður sem hjónin kynntust um svipað leiti og þau komumst að því að Teigen væri ófrísk að Esti. 

„Frá því ég man eftir mér hefur mig langað í fjögur börn,“ skrifaði Teigen í byrjun. „Eftir að við misstum Jack taldi ég mig ekki geta gengið með fleiri börn,“ en hjónin misstu son­inn Jack á miðri meðgöngu árið 2020. 

„Árið 2021 byrjuðum við að kynna okkur staðgöngumæðrun en snemma í ferlinu sagði ég við Legend: Ég vil reyna að sjá hvort ég geti orðið ófrísk einu sinni enn. Við fórum því í gegnum glasafrjóvgun, sama ferli og færði okkur Lunu og Miles, og komumst fljótlega að því að við vorum ólétt af litlu stelpunni okkar, Esti. 

Um sama leyti kynntumst við hinni yndislegu Alexöndru, staðgöngumóður okkar. Ég vissi um leið að hún væri fullkomin fyrir okkur og létum við því reyna á uppsetningu hjá henni. Alexandra varð ólétt af litlum dreng. Litla drengnum okkar,“ skrifaði Teigen. 

Draumur Teigen um að verða fjögurra barna móðir hefur því ræst, en hinn hárprúði Wren Alexander Legend kom í heiminn hinn 19. júní og var Teigen viðstödd fæðinguna og samkvæmt henni hefur hún eignast lífstíðarvinkonu. Millinafn drengsins er í höfuðið á Alexöndru.

View this post on Instagram

A post shared by John Legend (@johnlegend)




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda