Sparnaðarráð fyrir stórar fjölskyldur sem hitta í mark

Pexels/Gustavo Fring

Þegar um stóra fjölskyldu er að ræða er mikilvægt að skipuleggja matarinnkaupin vel. Einn ávinningur þess að gera slíka áætlun er að ná stjórn á útgjöldunum, ásamt því að það bætir andlega heilsu hvers foreldris. 

Hér eru nokkur ráð til að hjálpa þér að draga úr kostnaði við að fæða stóra fjölskyldu.

Haltu þig við innkaupalistann

Hér er enginn að finna upp hjólið en að halda sig við innkaupalistann hjálpar þér að draga úr útgjöldum við innkaupin. Að kaupa eitthvað af hvatvísi eða kaupa of mikið af einhverju er allt of algengt þegar farið er út fyrir listann. Það er eitt að nýta sér tilboð sem þú getur ekki sleppt en allt annað að láta snjalla markaðssetningu og tóman magann draga þig í átt að óþarfa hráefni. Reyndu að fá þér máltíð eða snarl áður en þú verslar.

Farðu einu sinni í viku

Ef þú verslar í matinn aðeins einu sinni í viku færðu færri tækifæri til að eyða í óþarfa. Auðvitað geta óvæntar aðstæður komið upp og gert það að verkum að fleiri ferðir verða óumflýjanlegar, sérstaklega í stórri fjölskyldu. Hins vegar getur þú sparað bæði peninga og tíma með því að fylla á allt sem þarf í einni ferð.

Reyndu að fara í einrúmi

Það er enginn vafi á því að börn geta valdið truflun þegar þú verslar. Börn sem suða eftir einhverju sem er ekki á listanum, systkinaerjur og frekjuköst eru ekki uppskrift að skynsamlegum matarákvörðunum. Reyndu því að gera matarinnkaupin að einstaklingsverkefni, að minnsta kosti þegar tækifæri gefst. Slíkt gæti krafist tímaáætlunar í samráði við maka eða annan náinn aðila en mun líklega draga úr útgjöldunum á endanum.

Birgðu þig upp af ódýrum og hollum nauðsynjavörum

Að vera með nóg af ódýrum og hollum nauðsynjavörum við höndina getur bjargað ýmsu ef mataráætlanir ganga ekki upp. Ef þú ert með búr eða mikið frystipláss er gott að birgja sig upp af mat sem þolir geymslu við slíkar aðstæður. Baunir, linsubaunir, grjón og pasta endist lengi og veita góða næringu. Þegar þú sérð tilboð á slíkum vörum er sniðugt að kaupa dágott magn.

Ekki hræðast niðursuðuvörur. Niðursuðuvörur og matur í krukku er ekki bara grænar baunir og marmelaði. Oft er hægt að fá einstakar og framandi vörur niðursoðnar. Auk þess er flestum niðursoðnum ávextum og grænmeti safnað saman þegar það er sem ferskast svo slíkar vörur geta gefið mikla næringu.

Verywell Family 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda