„Þetta verður líklega alltaf mitt stærsta afrek líkamlega“

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir eignaðist þríbura í apríl síðastliðnum.
Rannveig Hildur Guðmundsdóttir eignaðist þríbura í apríl síðastliðnum. Skjáskot/Instagram

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura í byrjun apríl, en fyrir áttu þau tvær dætur. Rannveig hefur verið dugleg að deila reynslu sinni, bæði á meðgöngunni og eftir fæðinguna, með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. 

Á dögunum birti Rannveig færslu þar sem hún deildi tveimur myndum af sér, annars vegar þegar hún var ófrísk af þríburunum, og hins vegar nýlegri mynd eftir að þeir komu í heiminn. 

„Finnst svo magnað hvað líkaminn okkar getur gert. Að það hafi verið þrjár litlar mannverur þarna inni í þessum fullgengna þríbura líkama og fæðst nokkrum dögum seinna. Ég man þegar við vissum að þetta væru þrjú hugsaði ég að líkaminn myndi ekki ráða við þetta stóra verkefni þar sem ég er ekki stærsta manneskjan, að það væri ekki pláss og dæmið gengi ekki upp. En þetta verður líklega alltaf mitt stærsta afrek líkamlega,“ skrifaði hún við færsluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda