Bachelorette-stjarna á von á barni

Clare Crawley bíður spennt eftir að verða móðir.
Clare Crawley bíður spennt eftir að verða móðir. Skjáskot/Instagram

Bachelorette-stjarnan Claire Crawley á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Ryan Dawkins. Hjónin sem hafa glímt við frjósemisvandamál tilkynntu gleðitíðindin á Instagram–reikningi sínum á miðvikudag. 

„Þvotturinn okkar verður mun krúttlegri árið 2024,“ skrifaði Crawley við myndskeið sem sýnir hjónin hengja samfellu sem á stendur „biðinnar virði“ á þvottasnúru. Barnið er væntanlegt í heiminn í janúar á næsta ári og var getið með aðstoð staðgöngumóður. 

Crawley og Dawkins giftu sig í febrúar á þessu ári, en Dawkins bað raunveruleikastjörnunnar í október á síðasta ári eftir rúmlega eins árs samband. 

Crawley öðlaðist heimsfrægð þegar hún fann ástina í örmum Dale Moss í 16. þáttaröð The Bachelorette. Parið trúlofaði sig í þáttunum en skildi örfáum mánuðum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda