Prinsinn kominn með kærustu

Kristján, prins í Danmörku, verður brátt átján ára.
Kristján, prins í Danmörku, verður brátt átján ára. Ljósmynd/kongehuset.dk

Kristján prins af Danmörku er sagður vera kominn með kærustu. Um er að ræða ítalska prinsessu sem heitir Maria Chiara af Bourbon-ætt hinna tveggja Sikileyja. Hún ber einnig titlana hertogynja af Noto og hertogynja af Capri. Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail.

Prinsessan er dugleg á samfélagsmiðlum og er með marga fylgjendur. Þar birtir hún myndir af sér að spóka sig á Ítalíu við glæstar aðstæður og oftar en ekki er systir hennar með í för en þær eru afar nánar og líkar í útliti.

Foreldrar hennar eru Carlo prins og Camilla prinsessa, hertogi og hertogynja af Castro. Camilla prinsessa er dóttir ítalska milljarðamæringsins Camillo Crociani og ítalskrar leikkonu Edy Vessel. Þar sem fjölskyldan gegnir engum opinberum konunglegum skyldum þá verja þau tíma sínum í að sinna góðgerðastörfum og koma suður Ítalíu á framfæri.

Þá eru Carlo og Camilla nánir vinir Friðriks krónprins og Mary prinsessu og er talið að Kristján prins hafi hitt prinsessuna í veislu í Monte Carlo í sumar. Prinsinn heldur upp á 18 ára afmælið sitt í október og margir bíða spenntir eftir að sjá hvort kærustunni verði boðið í veisluna.

Það kippir í kynið en Friðrik krónprins leitaði utan landssteinana til þess að finna sér eiginkonuefni en Mary prinsessa er frá Ástralíu. Sama á við Jóakim prins en Marie kona hans er frönsk. Auk þess var fyrrverandi kona Jóakims, Alexandra, fædd í Hong Kong.

Maria Chiara er mjög virk á Instagram og lifir glæsilegu …
Maria Chiara er mjög virk á Instagram og lifir glæsilegu lífi eins og sannri prinsessu sæmir. Skjáskot/Instagram
Verður þetta tengdafjölskylda Kristjáns prins?
Verður þetta tengdafjölskylda Kristjáns prins? Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda