Hin 34 ára gamla OnlyFans-stjarna Rachel McIntyre varð á dögunum ein yngsta amma Bretlands þegar 17 ára dóttir hennar tók á móti sínu fyrsta barni.
Sjálf varð McIntyre fyrst ófrísk aðeins 15 ára gömul. Hún segist hafa verið hneyksluð í fyrstu þegar hún komst að því að dóttir hennar væri ófrísk, en fljótlega hafi það þó breyst í tilhlökkun og gleði.
„Fólk trúir ekki einu sinni að ség sé mamma dóttur minnar. Þau horfir á mig í algjöru sjokki þegar ég segi þeim það. Þau segja: „Bíddu, eruð þið ekki systur?“ Þegar ég segi þeim að ég sé líka amma þá er það jafnvel enn meira sjokk,“ sagði McIntyre í samtali við Daily Mail.
„Ég er alltaf beðin um skilríki vegna þess að ég lít svo unglega út. Það er pirrandi, en það er líka svolítið hrós,“ bætti hún við.
Að sögn McIntyre er mesti kosturinn við að vera ung amma hve mikla orku hún hefur til að leika við barnabarnið sitt. „Þegar barnabarnið mitt verður aðeins eldra get ég farið með hana út án þess að verða þreytt eins og eldri ömmur. Ég held það séu engir gallar við að vera amma 34 ára,“ útskýrði hún.