Amanda Knox á von á öðru barni

Amanda Knox á von á sínu öðru barni.
Amanda Knox á von á sínu öðru barni. Samsett mynd

Hin 36 ára gamla Am­anda Knox á von á sínu öðru barni. Knox var dæmd fyr­ir morðið á skipt­inem­an­um Meredith Kercher árið 2007, en var sýknuð árið 2011. 

Knox á fyr­ir dótt­ur­ina Eu­reku með eig­in­manni sín­um Christoph­er Robin­son, en hún til­kynnti meðgöng­una á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um í gær. 

Voru her­berg­is­fé­lag­ar

Morð Kercher vakti mikla at­hygli á sín­um tíma en Knox og Kercher voru her­berg­is­fé­lag­ar á meðan þær voru í skipti­námi í Perugia á Ítal­íu. Hin breska Meredith Kercher sem var aðeins 21 árs að aldri fannst lát­in á heim­ili þeirra.  

Rann­sókn máls­ins vakti mikla at­hygli í fjöl­miðlum á Ítal­íu og vest­an­hafs en Knox er frá Banda­ríkj­un­um. Knox ásamt kær­asta henn­ar, Raffa­ele Sol­lecito, var dæmd í 28 ára fang­elsi fyr­ir morðið á Kercher, en þau voru sýknuð eft­ir fjög­urra ára fang­elsis­vist. 

Rudy Gu­ede var einnig fund­inn sek­ur um morðið á Kercher ári eft­ir Knox og Sol­lecito en var ekki sýknaður. Gu­ede afplánaði 13 ár í fang­elsi en dóm­ur hans var stytt­ur úr 30 árum í 16 ár eft­ir að hann áfrýjaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda