Kári og Aldís eiga von á tvíburum

Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eiga von á tvíburum.
Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eiga von á tvíburum. Skjáskot/Instagram

Hlaupaparið Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eiga von á tvíburum í byrjun næsta árs. Fyrir eiga þau tvo drengi, Arnald sem er fimm ára og Eystein sem er þriggja ára. 

Kári á að baki glæstan hlaupaferil og er einn farsælasti hlaupari landsins, en hann keppti meðal annars í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Aldís er yfirmaður verslunarsviðs 66° Norður, en hún hefur tekið þátt í ýmsum hlaupakeppnum hérlendis og stýrt hlaupahópum hjá World Class.

Aldís deildi gleðifregnunum í fallegri færslu á Instagram-reikningi sínum, en með færslunni birti hún mynd af sér með óléttukúlu ásamt Arnaldi og Eysteini. „Eineggja tvíburar væntanlegir í janúar. Bræðurnir yfir sig stoltir og ánægðir með að fá ekki eitt heldur TVÖ lítil systkini í hópinn.“

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda