Kári og Aldís eiga von á tvíburum

Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eiga von á tvíburum.
Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eiga von á tvíburum. Skjáskot/Instagram

Hlaupaparið Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eiga von á tvíburum í byrjun næsta árs. Fyrir eiga þau tvo drengi, Arnald sem er fimm ára og Eystein sem er þriggja ára. 

Kári á að baki glæstan hlaupaferil og er einn farsælasti hlaupari landsins, en hann keppti meðal annars í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Aldís er yfirmaður verslunarsviðs 66° Norður, en hún hefur tekið þátt í ýmsum hlaupakeppnum hérlendis og stýrt hlaupahópum hjá World Class.

Aldís deildi gleðifregnunum í fallegri færslu á Instagram-reikningi sínum, en með færslunni birti hún mynd af sér með óléttukúlu ásamt Arnaldi og Eysteini. „Eineggja tvíburar væntanlegir í janúar. Bræðurnir yfir sig stoltir og ánægðir með að fá ekki eitt heldur TVÖ lítil systkini í hópinn.“

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál