Kári og Aldís eiga von á tvíburum

Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eiga von á tvíburum.
Kári Steinn Karlsson og Aldís Arnardóttir eiga von á tvíburum. Skjáskot/Instagram

Hlaupap­arið Kári Steinn Karls­son og Al­dís Arn­ar­dótt­ir eiga von á tví­bur­um í byrj­un næsta árs. Fyr­ir eiga þau tvo drengi, Arn­ald sem er fimm ára og Ey­stein sem er þriggja ára. 

Kári á að baki glæst­an hlaupa­fer­il og er einn far­sæl­asti hlaup­ari lands­ins, en hann keppti meðal ann­ars í maraþon­hlaupi á Ólymp­íu­leik­un­um í Lund­ún­um árið 2012. Al­dís er yf­ir­maður versl­un­ar­sviðs 66° Norður, en hún hef­ur tekið þátt í ýms­um hlaupa­keppn­um hér­lend­is og stýrt hlaupa­hóp­um hjá World Class.

Al­dís deildi gleðifregn­un­um í fal­legri færslu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um, en með færsl­unni birti hún mynd af sér með óléttu­kúlu ásamt Arn­aldi og Ey­steini. „Eineggja tví­bur­ar vænt­an­leg­ir í janú­ar. Bræðurn­ir yfir sig stolt­ir og ánægðir með að fá ekki eitt held­ur TVÖ lít­il systkini í hóp­inn.“

Fjöl­skyldu­vef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda