Er í lagi að stunda kynlíf á meðgöngu?

Helga Reynisdóttir segir barnshafandi konum óhætt að stunda kynlíf alla …
Helga Reynisdóttir segir barnshafandi konum óhætt að stunda kynlíf alla meðgönguna hafi þær löngun til. Ljósmynd/Andrea Bertozzini

Helga Reynisdóttir er ljósmóðir hjá Ljósu og annar stofnandi. Hún svarar spurningum lesenda mbl.is um allt sem tengist meðgöngu og fæðingu. Hér leitar ólétt kona ráða vegna kynlífs á meðgöngu.

„Hæ, ég er gengin 25 vikur með fyrsta barnið mitt og er í smá vandræðum. Þannig er mál með vexti að kærastinn minn vill ekki sofa hjá mér. Hann er hræddur um að skaða barnið og rekast utan í það í kynlífinu. 

Er í lagi að sofa saman alla meðgönguna og hver er þetta eftir fæðingu?“ 

„Heil og sæl.

Til hamingju með þungunina!

Kynlíf getur verið flókið fyrir báða aðila á meðgöngunni, stundum hafa konur ekki burði eða löngun til að stunda kynlíf og það sama getur gilt um menn.
Konum er óhætt á stunda kynlíf alla meðgönguna hafi þær löngun til og það er engin hætta á að kærasti þinn skaddi barnið.

Við enda leggangana er um 4 cm langt rör sem er lokað sem kallast legháls, þar fyrir ofan er legið og barnið þitt flýtur þar í legvatninu. Það er engin hætta á að skaða barnið en stundum þarf að vera hugmyndaríkur þegar kemur að stellingum eftir því sem kúlan stækkar.

Eftir fæðingu eru konur mislengi að jafna sig en flestar konur hljóta einhverja áverka á kynfærasvæðinu eftir fæðingu, þeir eru mismiklir og taka mislangan tíma að gróa. Það er ekkert til fyrirstöðu að stunda kynlíf eftir fæðingu þegar og ef að konan og maki hennar eru tilbúin til þess. Það ber þó að gæta að hreinlæti ef að konan er enn með úthreinsun eftir fæðingu og nota smokk.

Gangi þér vel!“

Þú getur sent Helgu Reynisdóttur ljósmóður spurningu HÉR

Hákon Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda