Farsældarsáttmálinn kominn í gagnið

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tekur við Farsældarsáttmálanum og …
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra tekur við Farsældarsáttmálanum og stuðningsefni hans frá Þorvari Hafsteinssyni formanni Heimils og skóla. Ljósmynd/Aðsend

Farsældarsáttmálinn hefur verið formlega gefinn út. Af því tilefni var Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, afhentur fyrsti sáttmálinn við hátíðlega athöfn í Rimaskóla.

Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem gerir foreldrum og öðrum sem koma að degi barnsins kleift að ræða sín á milli og setja niður ákveðin viðmið eða gildi sem þeim finnast mikilvæg til þess að styðja við þroska og farsæld allra barna í nærsamfélaginu.

Uppruna Farsældarsáttmálans má rekja til viðamikils samtals Heimilis og skóla við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að starfi með börnum og ungmennum þar sem fram kom ákall um endurvakningu foreldrastarfs og valdeflingu foreldra. Ákveðið var að fara í vinnu við gerð Farsældarsáttmálans sem byggist á áratuga reynslu og traustum grunni sem reynst hefur vel til þess að virkja foreldra til samstarfs.

Nánari upplýsingar um hvernig nota má sáttmálann má finna á heimasíðu Heimilis og skóla.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Þorvar Hafsteinsson, formaður …
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla ásamt nemendum í 9. bekk í Rimaskóla. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda