Virkar stoðmjólk jafn vel og brjóstamjólk?

Móðir sendir inn spurningu og spyr hvort það sé í …
Móðir sendir inn spurningu og spyr hvort það sé í lagi að gefa barninu stoðmjólk einstaka sinnum. Dave Clubb/Unsplash

Helga Reyn­is­dótt­ir er ljós­móðir hjá Ljósu og ann­ar stofn­andi. Hún svar­ar spurn­ing­um les­enda mbl.is um allt sem teng­ist meðgöngu og fæðingu. 

Sælar.

Mig langaði til þess að kanna brjóstagjöf hjá 1árs +. Barnið fær brjóst kvölds og morgna og hefur verið að fá brjóstamjólk í pela ef móðir er ekki heima. Það tekur tíma að pumpa sig og best er að eiga þá í frysti fyrir óvænta pössun til dæmis. Væri betra að fara að íhuga að stoðmjólk að kvöldi ef foreldri er óvænt úti?

Kveðja, 

HG.

Helga Reynisdóttir ljósmóðir svarar spurningum lesenda.
Helga Reynisdóttir ljósmóðir svarar spurningum lesenda. mbl.is/Hákon Pálsson

Heil og sæl.

Það er í góðu lagi að barn á þessum aldri fái stoðmjólk endrum og eins en eins og þú segir tekur það smá undirbúning að pumpa sig til að eiga brjóstamjólk í frysti. 

Það er þó gott að prófa fyrst hvort barnið vilji ekki örugglega drekka þá mjólk en sum börn eru með mjög sértækan smekk!

Ef þú ferð í burtu í lengri tíma þarftu að handmjólka þig eða pumpa til að viðhalda framleiðslu.

Gangi þér vel með þetta.

Kær kveðja,

Helga Reynis.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Helgu og ljósmæðrunum hjá Ljósu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda