Sigurbirna Hafliðadóttir meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík leitar að konum á aldrinum 18 til 45 ára sem glíma við frjósemisvanda og telja sig einnig glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og/eða streitu.
Í rannsókninni verða áhrif hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), sem veitt er í gegnum internetið, á kvíða, stritu og/eða þunglyndi könnuð hjá konum með frjósemisvanda. Hugræn atferlismeðferð er mikið notað meðferðarform sem einblínir á að vinna með hugsanir, tilfinningar og hegðun einstaklingsins.
Allir þátttakendur fá frían aðgang að netmeðferðinni Overcome Fertility Stress sem gefin er út af fyrirtækinu AICBT sem er í eigu Fjólu Dögg Helgadóttur, doktor í klínískri sálfræði sem hefur hannað forritið frá árinu 2013. Fjóla Dögg er jafnframt ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.
Áhugasamir geta lesið meira um rannsóknina og sótt um að taka þátt hér.