Gæti misst forræði yfir dætrum

Jeremy Allen White í hlutverki sínu í The Bear.
Jeremy Allen White í hlutverki sínu í The Bear. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White hefur samþykkt að gangast undir áfengispróf þegar dætur Whites og barnsmóður hans, Addison Timlin, eru í hans umsjá. Hjónin, sem standa í skilnaði, deila forræði en ef White mælist með áfengi í blóðinu fær Timlin fullt forræði. 

White, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í þáttaröðinni The Bear, þarf að sækja reglulega AA-fundi og áfengismeðferð, samkvæmt skilnaðargögnum. Leikarinn verður undir miklu eftirliti þegar dætur parsins dvelja undir hans þaki, en White má búast við að áfengismagn verði mælt fimm sinnum í viku. 

Leikarinn, sem hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin fyrir túlkun sína á Carmen „Carmy“ Berzatto, kvæntist Timlin í október 2019. Hún sótti um skilnað frá White í maí á þessu ári eftir rúmlega þriggja ára hjónaband. Dætur þeirra eru fjögurra og tveggja ára. 

White virðist þegar hafa fundið ástina en hann sást kyssa fyrirsætuna Ashley Moore í Los Angeles á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda