Nýjustu barnabækurnar bjóða upp alls kyns ævintýri

Það finna allir eitthvað fyrir sig.
Það finna allir eitthvað fyrir sig. Samsett mynd

Jólabóksalan fer á fullt á komandi vikum og eru nýjustu titlarnir þegar farnir að streyma inn í bókabúðir. Margar skemmtilegar og spennandi barnabækur eru þar á meðal og innihalda þær fjölmarga skrautlega karaktera sem lenda í alls konar óvæntum ævintýrum. 

Fjölskylduvefurinn tók saman nokkrar barnabækur í tilefni vetrarfrís grunnskólanna. 

Skólaslit 2: Dauð viðvörun

Bókin Skólaslit 2: Dauð viðvörun eftir Ævar Þór Benediktsson er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Skólaslita. Allir krakkar munu hafa gaman af þessari stórskemmtilegu og ógnvænlegu sögu. 

Skjáskot/Forlagið

Furðufjall: Stjörnuljós

Verðlaunarithöfundurinn Gunnar Theodór Eggertsson hefur gefið út þriðju og síðustu bókina í þessum æsispennandi og ríkulega myndskreytta bókaflokki um Ímu og Andreas. Í þetta sinn er Andreasi rænt af álfunum en verra er að erkióvinur hans, prinsinn, hefur fundið Hulinseyju og hyggur á hefndir.

Skjáskot/Forlagið

13 hæða trjáhúsið

13 hæða trjáhúsið þeirra Adda og Tedda er stórkostlegasta trjáhús í heimi. Það er með keiluhöll, gegnsærri glersundlaug, laug með mannætuhákörlum, leynilegri neðanjarðarrannsóknarstofu og sykurpúðavél sem eltir þig um allt og skýtur sjálfkrafa sykurpúðum upp í þig, hvenær sem þú finnur til svengdar. Þetta er stórskemmtileg bók eftir Andy Griffiths og í þýðingu Gunnars Kr. Sigurjónssonar. 

Skjáskot/Bókaútgáfan Hólar

Mér líst ekkert á þetta

Bókin Mér líst ekkert á þetta eftir Alexöndru Dögg Steinþórsdóttur fjallar um fyrirframgefnar hugmyndir og skoðanir, ímyndunaraflið og vináttuna. Bókin er fallega myndskreytt og hentar yngri lesendum. 

Skjáskot/Bókabeitan

Skrímslavinafélagið

Allir vita að bestu leyndarmálin eru geymd í leynifélögum. Þess vegna stofna Pétur og Stefanía Skrímslavinafélagið. Þegar þau finna dularfullt svart duft í skólanum sínum fara leikar að æsast. Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir eiga heiðurinn af þessari fyndnu og fjörugu sögu sem á án efa eftir að kitla hláturtaugar lesenda á aldrinum 6 til 10 ára.

Skjáskot/Forlagið

Lesum um fugla 

Þessi bráðfallega bók eftir Árna Árnason Hafstað er hugsuð fyrir börn sem farin eru að lesa sér til gagns en í henni eru kynntar í stuttu máli um 70 tegundir algengra fugla í íslenskri náttúru. Þetta er tilvalin bók fyrir börn og foreldra til að lesa og eða skoða saman. 

Skjáskot/Bókaútgáfan Hólar

Mömmuskipti

Mömmuskipti er önnur bókin sem verðlaunahöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir skrifa saman. Bókin fjallar um hana Lindu sem veit ekki alveg hvernig hún á að vinna úr óvæntri samfélagsmiðlafrægð sinni. Bókin er stórskemmtileg og fjallar um eitthvað sem krakkar tengja án efa vel við. 

Skjáskot/Forlagið

Veikindadagur

Veikindadagur er æsispennandi hrollvekja eftir þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sigmund Breiðfjörð. Sögur þeirra og magnaðar teikningar hafa heillað lesendur um árabil en í þessari blóðugu bók halda þau á nýjar og hræðilegar slóðir. 

Skjáskot/Bókabeitan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda