Fanney og Garðar Gunnlaugs eignuðust dreng

Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson eignuðust dreng fyrr í …
Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson eignuðust dreng fyrr í vikunni. Skjáskot/Instagram

Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, förðunarfræðingur og einkaþjálfari, eignuðust dreng fyrr í vikunni. Drengurinn er annað barn Garðars og Fanneyjar saman, en fyrir á Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. 

Þau deildu gleðifregnunum með sameiginlegri færslu á Instagram. „Litli gullfallegri drengurinn okkar kom í heiminn kl. 22:29 í gær. 14, merkur, 51 cm og fullkominn í alla staði,“ skrifuðu þau við fallega myndaröð af syni sínum. 

Garðar og Fanney hafa verið trúlofuð í rúmt ár, en Garðar fór á skeljarnar fyrir framan Eiffelturninn í borg ástarinnar, París í Frakklandi, í júlí 2022. Þau giftu sig svo þann 27. júlí síðastliðinn hjá sýslumanni en stefna á að halda almennilegt brúðkaup og veislu seinna. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda