Hvað getur fjölskyldan gert saman um helgina?

Það verður nóg um að vera á höfuðborgarsvæðinu um helgina!
Það verður nóg um að vera á höfuðborgarsvæðinu um helgina! Samsett mynd

Það þarf eng­um að láta sér leiðast um helg­ina enda er nóg af hátíðlegri afþrey­ingu í boði á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir alla ald­urs­hópa. 

Jóla­markaður í Heiðmörk

Töfr­andi jóla­markaður verður í Heiðmörk fyrstu þrjár aðventu­helgarn­ar, en þar er hægt að skoða sig um á hand­verks­markaðinum, ylja sér með heitu kakói eða kaffi og velja sér fal­legt jóla­tré svo eitt­hvað sé nefnt.

Það verður opið á laug­ar­dag og sunnu­dag frá klukk­an 12:00 til 17:00. 

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk.
Jóla­markaður­inn í Heiðmörk. Eggert Jó­hann­es­son

Baka smá­kök­ur

Það er til­valið að nýta helg­ina í skemmti­leg­an bakst­ur, en á mat­ar­vef mbl.is má finna fjölda girni­legra upp­skrifta sem munu slá í gegn hjá öll­um ald­urs­hóp­um.

Jólag­arður­inn

Í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum í Reykja­vík er sér­stök jóla­dag­skrá fram að jól­um á milli klukk­an 10:00 og 20:00 frá föstu­degi til sunnu­dags. Það er margt spenn­andi að gera í garðin­umm, en þar er til dæm­is boðið upp á pip­ar­köku­skreyt­ing­ar og rat­leiki.

Jóla­lund­ur í Kópa­vogi

Guðmund­ar­lund­ur í Kópa­vogi breyt­ist í töfr­andi jóla­lund yfir hátíðirn­ar. Þar er boðið upp á skemmti­lega dag­skrá fyr­ir fjöl­skyld­una alla sunnu­daga fram að jól­um á milli klukk­an 13 og 15. 

Það verður jóla­ball, spurn­inga­keppni, rjúk­andi heitt kakó, rat­leik­ir og jóla­fönd­ur. 

Syk­ur­skreytt jóla­epli

Sunnu­dag­inn 10. des­em­ber mun lista- og skreyti­kon­an Sæ­unn Þor­steins­dótt­ir kenna gest­um Borg­ar­bóka­safns­ins Árbæ að skreyta epli með syk­ur­mynstr­um. Viðburður­inn er á milli klukk­an 13:00 og 15:00 og hent­ar fyr­ir alla fjöl­skyld­una. 

Jólaþorpið í Hafnar­f­irði

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnar­f­irði er opið all­ar helg­ar til jóla. Um helg­ina verður líf og fjör í þorp­inu, en á laug­ar­dag­inn byrj­ar dag­skrá­in klukk­an 11:00 á kór­tón­leik­um í Hafn­ar­borg. Síðan er skemmti­leg dag­skrá á sviðinu sem end­ar á jóla­lest Coke Cola. Á sunnu­dag­inn byrj­ar dag­skrá­in svo klukk­an 11:00 á Jóla­balli Frí­kirkj­unn­ar á Thorsplani.

Jólaþorpið í Hafnarfirði.
Jólaþorpið í Hafnar­f­irði. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Jóla­markaður í Hlé­garði

Laug­ar­dag­inn 9. des­em­ber verður jóla­markaður í Hlé­garði Mos­fells­bæ. Fjörið verður á milli klukl­an 14:00 og 18:00, en auk fjölda sölu­bása verða uppá­kom­ur á sviðinu, jóla­svein­ar á vappi, ristaðar möndl­ur, heitt kakó, kaffi og að sjálf­sögðu pip­ar­kök­ur. 

Fara á skauta

Það fylg­ir því mik­il jóla­stemn­ing að skella sér á skauta í des­em­ber, en þá opn­ar ein­mitt hátíðlegt skauta­svell á Ing­ólf­s­torgi sem er töfr­um lík­ast – með 100 þúsund jóla­ljós­um, jóla­tónlist, jóla­skreyt­ing­um og jóla­veit­ing­um!

Svellið er opið frá klukk­an 12:00 til 22:00 alla daga í des­em­ber og í kvöld, föstu­dag­inn 8. des­em­ber, mun tón­list­armaður­inn Pat­rik Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem Pretty­boitjok­ko, halda uppo stuðinu á svell­inu.

Skautasvell á Ingólfstorgi.
Skauta­svell á Ing­ólf­s­torgi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Aðventu­hug­leiðsla í Lót­us­húsi

Sunnu­dag­inn 10. des­em­ber verður aðventu­hug­leiðsla í Lót­us­húsi í Garðabæ frá klukk­an 11:00 til 11:30. Það er mik­il­vægt að gefa sér tíma til að staldra við í amstr­inu sem fylg­ir jóla­mánuðunum og því til­valið að gefa sér tíma til að hlúa að innri frið með hug­leiðslu. Eft­ir hug­leiðsluna verður í boði te og smá­kök­ur.

Jóla­markaður­inn Hjarta­torgi

Á jóla­markaðinum á Hjarta­togi í Reykja­vík er að finna fjöl­breytt úr­val af skemmti­leg­um sölu­bás­um, en það verða einnig ýmis skemmti­atriði á svæðinu. Á laug­ar­dag­inn verður markaður­inn op­inn frá 13:00 til 18:00 og frá 13:00 til 17:00 á sunnu­dag­inn. 

Jólamarkaður á Hjartatorgi.
Jóla­markaður á Hjarta­torgi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Jóla­kósí á Borg­ar­bóka­safni Kringl­unn­ar

Laug­ar­dag­inn 9. des­em­ber verður jóla­kósí í barna­deild Borg­ar­bóka­safns­ins í Kringl­unni á milli klukk­an 13:30 og 15:00. Það verður nota­leg jóla­stemn­ing með jóla­sög­um, pip­ar­kök­um og huggu­leg­heit­um. 

Jóla­ganga í Hafnar­f­irði

Í Hafnar­f­irði verður jóla­ganga fyr­ir fer­fætl­inga og fjöl­skyld­ur þeirra á sunnu­dag­inn klukk­an 12:00. Gang­an hefst á bíla­stæðinu fyr­ir fram­an Hafn­ar­fjarðar­kirkju og Tón­list­ar­skól­ann og end­ar á heim­sókn í jólaþorpið. All­ir hund­ar verða að vera í taumi og eru bæði hund­ar og menn hvatt­ir til að mæta í ein­hverju jóla­legu.

Jóla­korta­smiðja á Hönn­un­arsafni Íslands

Sunnu­dag­inn 10. des­em­ber verður jóla­leg stemn­ing á Hönn­un­arsafni Íslands í Garðabæ og nóg af papp­ír, penn­um og um­slög­um fyr­ir þá sem vilja gera jóla­kort. Þá verður jóla­tónlist og heitt súkkulaði á boðstóln­um.

Jóla­ljósa­göngu­túr í Hell­is­gerði

Hell­is­gerði í Hafnar­f­irði breyt­ist í sann­kallað jóla­æv­in­týra­land yfir hátíðirn­ar og er skreytt með ótal töfr­andi jóla­ljós­um. Það er til­valið að skella sér í göngu­túr um garðinum, en þar er Álfa­búðin opin all­ar aðventu­helg­ar frá klukk­an 12:00 til 17:00 og hægt að gæða sér á álfa­kakói og pip­ar­kök­um. 

Jólaljós í Hellisgerði.
Jóla­ljós í Hell­is­gerði. Ljós­mynd/​Hafn­ar­fjor­d­ur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda