Bumbubúi Birgittu Lífar og Enoks algjör heimsflakkari

Birgitta Líf hefur verið dugleg að skrásetja óléttukúluna.
Birgitta Líf hefur verið dugleg að skrásetja óléttukúluna. Samsett mynd

Þann 20. ágúst síðastliðinn greindu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Vatnar Jónsson frá því að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. Örfáum vikum síðar fengu landsmenn að vita um kynið þegar parið lét þyrlu dreifa bláum reyk, en þyrlan flaug yfir sjónum fram hjá íbúð þeirra í Skuggahverfinu í september.

Nú eru aðeins vikur í að sonur þeirra Birgittu Lífar og Enoks Vatnars komi í heiminn og hefur það ekkert hægt á áhrifavaldinum og markaðsstjóra World Class. Frá því hún tilkynnti um óléttuna í ágúst hefur hún verið á ferð og flugi um gjörvallan heim og farið í það minnsta fimm utanlandsferðir ásamt slökunar- og dekurferð norður á land.

Lúxus á Amalfi-ströndinni

Örfáum dögum eftir að parið greindi frá gleðitíðindunum flaug það á vit ævintýranna til Amalfi-strandarinnar, sem er strandlengja á suðurhluta Ítalíu. Strandlengjan þykir einstaklega falleg og er vinsæll ferðamannastaður meðal hinna frægu og ríku.

Birgitta Líf og Enok nýttu tímann vel og sóluðu sig, sigldu meðfram strandlengjunni og versluðu í lúxusverslunum sem er að finna á svæðinu.

Stelpuhelgi á Akureyri

Í október átti Birgitta Líf stelpuhelgi á Akureyri ásamt góðvinkonum sínum. Stúlkurnar kíktu meðal annars í Skógarböðin, þyrluflug og ljúffengan kvöldverð.

50 Cent í Lundúnum

Birgitta Líf og Enok létu sig ekki vanta á stórtónleika rapparans 50 Cent á O2 leikvanginum í Lundúnum snemma í nóvember, en það voru fyrstu tónleikar bumbubúans. Parið nýtti einnig tímann og heimsótti Mayfair-hverfið í Lundúnum.

„Baby Moon“ á Spáni

Parið hoppaði beint frá Lundúnum og yfir til Spánar þar sem óléttukúlan komst aftur í sólina. Birgitta Líf hélt upp á afmæli sambýlismannsins, en Enok fagnaði 22 ára afmæli sínu hinn 17. nóvember síðastliðinn. Parið nýtti tímann í góða veðrinu vel og viðraði óléttukúluna við sundlaugarbakkann og á ströndinni.

Jólagleði í New York

Eftir allan tímann í sólinni flaug Birgitta Líf rakleiðis til New York til að upp­lifa töfra jól­anna þar í borg, en borg­in er sann­kölluð jólap­ara­dís á þess­um árs­tíma.

Áhrif í París

Gott ferðalag endar alltaf í París!

Birgitta Líf eyddi fyrstu dögum desembermánaðar ásamt góðvinkonum sínum í töfrandi jólafríi í París í Frakklandi og má með sanni segja að bumbubúinn sé nú þegar orðinn heimsflakkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda