IceGuys tóku yfir kennarastofu í Dalskóla

Meðlimir strákabandsins IceGuys hafa tekið yfir kennarastofu í Dalskóla í Úlfarsárdal. Þar hafa kennarar á miðstigi tjaldað öllu til og skreytt stofuna hátt og lágt í IceGuys-þema fyrir jólin. 

Á hverju ári er haldin keppni í Dalskóla þar sem kennarar á mismunandi kennslustigum keppast við að skreyta kennarastofur sínar sem best fyrir jólin. Blaðamaður mbl.is sló á þráðinn hjá kennara á miðstigi í Dalskóla sem segir hugmyndina að þemanu hafa kviknað eftir spjall á kaffistofunni um samnefnda þætti.  

„Heyrðu það var þannig að við byrjuðum bara á kaffistofunni að spjalla um IceGuys-þættina. Daginn eftir var einn kennarinn sem setti mynd af meðlimi IceGuys á vegginn hjá öðrum kennara og svo daginn eftir það þá fórum við að spjalla um hvernig þema við vildum hafa inni á vinnustofunni okkar. Þá kom þessi IceGuys-hugmynd, þetta gallabuxna-þema,“ segir kennarinn.

Eins og sjá má fóru kennararnir alla leið með þemað og bjuggu til hinar ýmsu skreytingar í IceGuys-þema – allt frá fullvaxta gínum af meðlimum strákabandsins yfir í hreindýr í sérsniðnum gallabuxum. 

Öll vinnan á bak við skreytingarnar skilaði sér svo sannarlega þegar kennararnir sigruðu keppnina með stæl. 

Eins og sjá má fóru kennararnir alla leið í skreytingum.
Eins og sjá má fóru kennararnir alla leið í skreytingum.
Stofan var ekki einungis skreytt að innan heldur einnig að …
Stofan var ekki einungis skreytt að innan heldur einnig að utan.
Aron Can, einn af meðlimum strákabandsins.
Aron Can, einn af meðlimum strákabandsins.
Jón Jónsson, einn af meðlimum strákabandsins.
Jón Jónsson, einn af meðlimum strákabandsins.
Friðrik Dór, einn af meðlimum strákabandsins.
Friðrik Dór, einn af meðlimum strákabandsins.
Kennararnir tóku þemað alla leið og mættu líka í fötum …
Kennararnir tóku þemað alla leið og mættu líka í fötum sem passa við þemað.
Meira að segja hreindýrin tóku þátt í þemanu.
Meira að segja hreindýrin tóku þátt í þemanu.
Alvöru metnaður!
Alvöru metnaður!
Kennararnir tóku þetta alla leið!
Kennararnir tóku þetta alla leið!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda