Farandjólakona frá æsku

Borgarfulltrúinn er farandjólakona.
Borgarfulltrúinn er farandjólakona. Ljósmynd/Aðsend

Jól Ragn­hild­ar Öldu Maríu Vil­hjálms­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, eru oftast heldur afslöppuðFrá barnæsku hefur hún og hennar fólk verið farandjólafólk, eins og hún orðar það. Það er í raun hennar helsta jólahefð, að vera farandjólakona.

„Í raun byrjar þessi hefð með mömmu og pabba. Við bjuggum öll í Reykjavík en pabbi á stóra fjölskyldu fyrir norðan og ólst upp á Sauðárkróki þar sem amma og afi bjuggu. Svo var hann líka lengi vel þingmaður fyrir Norðurlandskjördæmi vestra og var því alltaf með annan fótinn þar þó svo við fjölskyldan byggjum í Reykjavík,“ segir Alda, en faðir hennar er Vilhjálmur Egilsson sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1991-2003.

Sluppu við að kaupa jólatré

Þar sem fjölskyldan eyddi jólunum sjaldan á heimili sínu í Reykjavík var lítið jólaskraut sett upp á heimilinu. Voru jól fjölskyldunnar því frekar afslöppuð.

„Það spilar líka inn í að mamma mín, fjögurra barna móðir, er svo algjör snillingur í því að gera hlutina þannig að þeir skili hámarksafrakstri þrátt fyrir lágmarksvinnu. Af því jólin voru haldin annars staðar var lítið skreytt heima fyrir og þau sluppu því við að kaupa jólatré. Í þessum anda var jólamaturinn okkar alltaf maríneruð jólaönd, sem er sáraeinföld og hent saman deginum áður og þannig þurfti einungis að skella henni í ofninn á aðfangadag. Mamma lokaði þessu svo með sinni eigin útgáfu af Eton Mess í eftirrétt,“ segir Ragnhildur Alda og bætir við:

„Fyrir forvitna um hvernig lífstílskúnstnerinn hún mamma gerir hann að þá braut hún niður afgangs púðursykursmarengsbotn frá ömmu og setti í eftirréttarskál með suðursúkkulaðispænum, After Eight, ís og íssúkkulaðisósu og rjóma. Afraksturinn er ótrúlega góður eftirréttur sem lítur út fyrir að vera af matseðli fínasta veitingahúss en kostar nánast enga fyrirhöfn.“

Fjölskyldan sirka 1996 yfir jólamatnum á aðfangadag. Raghildur Alda er …
Fjölskyldan sirka 1996 yfir jólamatnum á aðfangadag. Raghildur Alda er þessi í hvíta kjólnum. Ljósmynd/Aðsend

Flakka enn á milli heimila

Ragnhildur Alda er gift lækninum Einari Friðrikssyni. Saman eiga þau eina dóttur, Ragnhildi Erlu Einarsdóttur, sem fæddist í september í fyrra. Þá á Ragnhildur Alda son úr fyrra sambandi, Vilhjálm Andra Jóhannsson. 

Ragnhildur Alda er enn farandjólakona þar sem þau hjónin hafa ákveðið að skiptast á að verja jólunum með fjölskyldum þeirra beggja. „Ætli það sé ekki í raun okkar eina sanna jólahefð sem er þá líklegast frá mér komin þar sem ég er kominn af rótgrónu farandjólafólki,“ segir hún.

Ragnhildur Alda og fjölskylda hennar vörðu jólunum 2019 í Árósum …
Ragnhildur Alda og fjölskylda hennar vörðu jólunum 2019 í Árósum í heimsókn hjá Bjarna bróður hennar. Ljósmynd/Aðsend

„Annað hvert ár er jólunum eytt í huggulegheitum hér heima með tengdó og þess á milli sláumst við í för með mömmu og pabba og troðum okkur inn á systkini mín og hjálparlausa maka þeirra. Við höfum komist upp með þetta hingað til þar sem við vorum bara þriggja manna fjölskylda en nú hefur fjölskyldan stækkað og því þurfum við líklegast að fara að lofa systkinum mínum og fjölskyldum þeirra að eiga jólin sín í friði.“

Sonur Ragnhildar Öldu og frænka hennar mótmæltu því að hún …
Sonur Ragnhildar Öldu og frænka hennar mótmæltu því að hún þyrfti að vinna örlítið um jólin 2019. Ljósmynd/Aðsend

Tekist hart á um pólitík í jólaboðum

Þrátt fyrir að helsta jólahefð fjölskyldunnar sé að flakka á milli heimila hafa skapast smærri hefðir, eins og að fara í jólamessur.

„Hvað smærri hefðir varðar þá kemur Einar af rólyndisfólki sem notar jólin í að lesa bækur og slaka á yfir afganginum af jólamatnum. Það verður því mín aðal jólagjöf til hans að gefa honum tækifæri á að taka jólabók ársins inn í svefnherbergi og loka að sér.

Mín jól voru almennt ekki svona siðsamleg heldur var tekist hart á um pólitík í jólaboðum og almennt stofnað til illinda milli ættmenna með langri yfirsetu í borðspilum eins og Risk og Monopoly. Vissulega dró aðeins úr þessu eftir því sem fullorðna fólkið varð fullorðnara og við yngri kynslóðin fórum að búa til enn yngri kynslóð og hættum að hafa tíma í að spila svona lengi. Sjálf hef ég haft það fyrir venju að ná að minnsta kosti einum kvikmyndaþríleik og gúffa í mig eins mikið af púðursykursmarengs og ég get. Við förum auðvitað í allar helstu jólamessur enda nauðsynleg sálubót með svona jólahefðir,“ segir Ragnhildur Alda.

Fyrstu jólin hennar Ragnhildar Erlu voru í fyrra.
Fyrstu jólin hennar Ragnhildar Erlu voru í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Bakstrinum úthýst

Fyrir marga er jólabakstur ómissandi hluti af jólunum. Ragnhildur Alda segir að bakstrinum hjá fjölskyldunni sé að mestu úthýst.

„Tengdamóðir mín er listilega góður kokkur og bakari og hugsar vel um okkur með sendingum af heimagerðum jólaís og heimsins besta rúgbrauði. Mér finnst líka mjög gaman að kaupa jólasmákökur frá mismunandi framleiðendum og smakka. Bakstrinum er því úthýst að mestu í okkar fjölskyldu. Undantekningin er púðursykursmarengsterta sem ég geri sjálf. Fyrir mér er hún ómissandi um jólin sem og allar aðrar hátíðir þar sem ég er illa fíkin í þessar tertur.“

Fjölskyldan hélt sloppajól árið 2021.
Fjölskyldan hélt sloppajól árið 2021. Ljósmynd/Aðsend

Þá sé mikilvægt að finnast jólatengd verkefni skemmtileg. Fjölskyldan kíki meðal annars á Nova-svellið, borði jólasmákökur og skreyti tréð og heimilið saman.

„Það er ekki mikill tími fyrir annað en jólatengd verkefni en þau eru skemmtileg í góðum félagsskap,“ segir Ragnhildur Alda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda